Search

  Þórdís Baldursdóttir er listamaður vikunnar 30. jan - 6. feb.

   Hin óblíða íslenska veðrátta og hinir auðsjáanlegu náttúrukraftar á Íslandi eru aðal áhrifavaldar í sköpun verka Þórdísar. Í glugga Kaolins þessa vikuna eru
  útskornar postulínskúlur sem lýsast upp innanfrá með rafljósi. Má þar sjá skýra tilvitnun í jarðhitann og bráðnun jöklanna þar sem sprungur og göt í kúlunum
  minna á jökulsprungur og jarðhitann sem þar kraumar undir.
  -:-
  The harsh Icelandic weather and the visibility of the great natural forces have always been the main inspiration in Þórdís's work. In the window display this
  week, there are hand cut porcelain spheres, which are lit up inside by electric lights. The cuts and holes that the light shines through remind us of the
  geothermal heat that exists underneath the melting glaciers.

   Þórdís Baldursdóttir - iceramic. 

  The harsh nature and the visibility of the great natural forces in Iceland have always been the main inspiration in Þórdís work. She works mainly in porcelain and uses its fineness to make a contrast with the roughness in the glazes.  She uses  simple and strong forms where the only decoration is the natural colors in the glaze and the magic that becomes visible when the glaze reforms in the kiln. The multifunction of objects also fascinates her. Þórdís finished her Ba(Hons.)in ceramics at the Arts and design department at The University of Cumbria in England in 2011. Prior to that, she had finished her diploma in ceramics at the Reykjavik art school. 

  Hin óblíða íslenska veðrátta og auðsjáanlegu náttúrukraftar eru aðal áhrifavaldar í sköpun verka Þórdísar. Hún vinnur mest nytjahluti úr postulíni og steinleir og notar fínleika postulínsins sem andstæðu við grófleikann í glerungunum sem hún blandar sjálf úr hráefnum. Hún notar mest einföld form þar sem eina skreytingin er glerungurinn og efnabreytingin sem verður í ofninum við brennslu í háum hitastigum.Hún kláraði keramik nám sitt í Mótun í Myndlistarskóla Reykjavíkur 2009 og síðan B.a. í keramikhönnun við University of Cumbria í Englandi 2011. Hún er með vinnustof í Íshúsi Hafnarfjarðar, ásamt fleirum og rekur Kaolin keramik galleri á Skólavörðustígnum ásamt 6 öðrum listamönnum.