Search

    Valdís Ólafsdóttir er listamaður vikunnar 23. - 30. janúar 2021

    Í glugganum, í galleríinu að Skólavörðustíg 5, þessa viku má sjá bæði ný og gömul verk eftir Valdísi Ólafsdóttur (litluhlutirlífsins).

    -:-

    Valdis's biggest inspiration comes from Icelandic nature. She likes to use all kinds of volcanic lava in her porcelain pieces.

    Þar á meðal eru vasar að nafni Hekla þar sem Hekluvikri, sem safnað er saman í sumarbústaðarlandi Valdísar í nágrenni Heklu, er blandað útí hvítt postulínið.

     -:-

    Here we can see vases with ash from Iceland's most active volcano, Hekla.  The name of the vase is the same as the volcano.

     

    Einnig má sjá nýja litla kúluvasa þar sem notaður er svartur vikur úr Eldfelli í Vestmannaeyjum. Þetta gefur skemmtilega og náttúrulega áferð.

     -:-

    Other vase, is with ash from the volcano in Vestmannaeyjar and it is the first time Valdis uses that ash. The ash is nice and gives natural texture.

     

    Jaki hlýja er lína af handskornum bollum með fallegum setningum inní sem ylja manni.

     -:-

    "Jaki" or "Iceberg kindness" are hand carved cups and the inspiration comes from all the ice and icebergs in Iceland.

     

    Snjóhúsin passa vel við kaldan janúarmánuð og eru bæði sem borðskraut eða veggskraut.

     -:-

    The little snow houses will soon be available in the online shop, as wall pieces.

     

    Að lokum eru það norðurljósin. Norðurljósa skálarnar munu bætast í vefverslunina fljótlega. Þar kemur saman aska úr Eyjafjallajökli og fallegir glerungar svo úr verður skemmtilegt contrast milli ytra og innra byrðis skálarinnar.

     -:-

    The Aurora bowls will also be available soon at the online shop. In the bowls Valdis uses combo of beautiful glazes on the inside, and ash from our glacier Eyjafjallajökull, that last erupted in 2010, on the outside.

     

    In May 2020, Valdís Ólafsdóttir graduated with a diploma in Ceramics from the Reykjavik School of Visual Arts. She began studying ceramics in 2014 when she attended a few courses in an art school in Kópavogur. Since 2015 she has been making ceramics under the name Dísa - Litlu hlutir lífsins (Disa- The little things in life). Valdís works mostly with the slip casting technique and she likes all kinds of patterns and textures. She cuts her pieces with irregular ‘diamond cut’ texture and she blows colored bubbles on them to make patterns. She also likes using Icelandic sand and volcanic ash in her pieces. It gives a nice texture and is a connection to Icelandic nature. For her pieces, she likes to use natural colors. In addition to slip casting, Valdís hand-builds wall pieces and use stoneware and porcelain for that. She currently works from a studio next to her home in Kópavogur.

    Valdís Ólafsdóttir útskrifaðist úr tveggja ára diplómanámi á keramikbraut frá Myndlistaskólanum í Reykjavík í maí 2020. Hún byrjaði að læra keramik árið 2014 í Myndlistaskóla Kópavogs og hefur unnið við það meðfram annarri vinnu og skóla síðan 2015 undir merkinu Dísa- Litlu hlutir lífsins. Valdís vinnur mest með postulín sem hún steypir í gifsmót og heillast mikið af ýmiskonar áferð og mynstri. Hún sker út einskonar óreglulegt ‘diamond cut’ mynstur og notar mikið litaðar sápukúlur sem hún blæs á postulínið. Einnig notar hún íslenskan svartan sand, ösku og vikur út í postulínið og gefur það fallega áferð og er tenging við hina íslensku náttúru. Að auki handmótar Valdís veggkúpla notar til þess ýmist steinleir eða hvítt og jafnvel svart postulín. Náttúrulegir og dempaðir litir heilla hana mest. Hún er með rúmgóða vinnustofu heima hjá sér í Kópavoginum.