Ein minna ástríða er að mála með pensli á keramik, sem ég geri líka gjarnan. Randaskálar eru málaður hver og ein í sinni litasamsetningu svo engar tvær verða eins. Í vösunum núna lék ég mér að því að tengja rendur og línuflækjur saman í hreinum skörpum litum á vasaformum í mörgum stærðum svo úr varð skemmtileg fjölskylda með sínum breytilegu einkennum.