Search

    Vikan spjallar við DayNew

    Ein af Kaolínunum hún Dagný Gylfadóttir var í nýjastu Vikunni. Þar er sagan afhverju hún fór í keramík.

    Smá brot:

    "Hvenær fórstu að vinna með keramik og hvers vegna? „Það er gaman að segja frá því að ég ætlaði aldrei að læra keramik. Þegar ég var tólf ára fengum við að vinna með leir í skólanum og ég mótaði skó og litla styttu. Ég var aldrei ánægð með útkomuna og fannst ég mun betri í að teikna. Skóinn reyndi ég að fela úti í horni í glugganum. Mér fannst leirinn óþjáll og langaði bara að læra myndlist.
    Hins vegar bauð móðir mín, Guðný Jónsdóttir, miðlinum Amy Engilberts eitt sinn í saumaklúbb. Hún tók þær eina í senn inn í herbergið mitt og spáði fyrir þeim. Við mömmu  sagðist hún sjá dóttur hennar móta höfuð í leir og það sé barnshöfuð og dóttir hennar eigi að fara að læra keramik. Auk þess sagði hún að hún sæi dótturina fara í langt keramiknám hér heima og einnig erlendis og henni eigi eftir að farnast mjög vel og vinna við þetta í framtíðinni. Mamma segir að hún eigi tvær dætur og viti nú ekki við hvora þetta ætti. Þá segir Amy: „Sendu þær bara báðar á keramiknámskeið.“ Ég var mjög hissa á þessu þá og trúði því varla, en nú hefur þetta allt ræst. Ég er starfandi keramikhönnuður í dag og rek mitt eigið fyrirtæki DayNew.“

     

    Vikan - Forsíða - DayNew - Keramik