Search

    Valdís Ólafsdóttir listamaður vikunnar 29.maí-5.júní 2021

    Íslenska náttúran er mér alltaf hugleikin og sæki ég jafnan innblástur þangað. 
    Í glugganum þessa vikuna má sjá litla vasa mynda gígaröð þar sem innblástur er sóttur í núverandi eldgos á Reykjanesi.


    Aska og hraun er efniviður sem ég notast mikið við og sæki ég hann víða um landið. Nýja hraunið, Fagradalshraun er þar engin undantekning og hef ég blandað því saman við postulínið og gert úr því meðal annars vasa.

    The icelandic nature is always on my mind and is my main inspiration in many ways. 

    The window display this week has a little line of 'craters'. The inspiration comes from the ongoing eruption at Reykjanes peninsula or Fagradalsfjall.
    I use volcanic ash and lava stones and the new lava from Fagradalsfjall is no exception.