Search

  Sérviskubollar

  Sérviskubollar, handmótaðir og engir tveir eins. 

  Sérviskubollunum fylgja tvær sögur:

  Bollarnir hennar mömmu. Kaffi var uppáhalds drykkur Fanneyjar mömmu minnar en það var ekki sama úr hvers konar bolla kaffið var drukkið. Hún átti sinn sérstaka bolla á flestum þeim stöðum, sem hún heimsótti, þar sem boðið var upp á kaffi. Þessa bolla kallaði hún “Sérviskubolla” Hún safnaði bollum og átti stórt safn, ekki af bollapörum heldur stökum bollum. Nokkrir voru uppáhalds sem hún skiptist á að drekka kaffið úr þegar hún var heima. Sérviskubollarnir eru gerðir í minningu hennar. 

  Endurunnu glerungarnir.Á vinnustofunni minni er bara venjulegur eldhúsvaskur og því ekki heppilegt að hella í hann efnaúrgangi sem safnast upp þegar unnið er með leir. Þess vegna skola ég alltaf öll verkfæri, dollur, svampa og annað í þar til gerðan stamp. Smám saman safnast sullumbjakkið upp í stampinum og þegar komnir eru 5 - 10 lítrar af sulli hræri ég því saman og geri glerungaprufu. Stundum verður þetta nothæfur glerungur og eru þá til 5 - 10 lítrar af honum. Þetta eru þeir glerungar sem notaðir eru á Sérviskubollana og er hver bolli merktur með tákni glerungsins ásamt númeri sem vísar í hvar í röðinni bollinn var glerjaður. Sá bolli sem fær síðasta dreitilinn af glerungi er merktur sérstaklega og þá er sá glerungur úr sögunni. 

  -:-

  Peculiarity Cups, made by hand and no two the same

  The Peculiarity Cups have two stories:

  My mothers cups. My mothers favourite drink was coffee. But she was very picky about the cups she drank from. In every place she frequently visited, she had her own special cup to drink coffee from. These cups she called “Peculiarity Cups”.  She was a cup collector but only collected one of each kind. Some of the cups from her collection were her favourites and she always picked one of them when she drank coffee at home. These cups are made in her memory.


  The recycled glazes.In my studio I only have an ordinary kitchen sink so I can not drain all the waste material from making ceramic. So I wash every tool, sponge, canister and other dirty things in a special container. Gradually a slurry forms in the waste container and when I have one to three gallons I make a “glaze test”. Sometimes it is a usable glaze and then I have one to three gallons of it. Those are the glazes I use on my “Peculiarity Cups” and each cup has its glaze mark and a number for where in row it was glazed. The cup that gets the last of a glaze has a special marking to indicate it is the last  and then there will never be another cup with that glaze. There are no recipes for these glazes so they can not be replicated.