Search

    Myndasaga um holubrennslu frá listamanni vikunnar Katrínu V. Karlsdóttur

    Listamaður vikunnar að þessu sinni er Katrín V. Karlsdóttir. Hér sýnir hún ferlið við holubrennslu í garðinum sínum frá því í síðustu viku. Sjá má afrakstur brennslunnar í glugga gallerísins á Skólavörðustíg 5, vikuna 1. - 8. maí 2021.

    -:-

    Artist of the week, Katrin V. Karlsdottir is showing a pitfiring in her garden from last week. The result can be seen in window exhibition in the gallery at Skolavordustig 5, Reykjavik during the week Mai 1-8, 2021

    Búin að setja verkin í tunnuna og kveikja í.

     

    Það er látið loga vel í 2-3 klukkustundir.

     

    Bara glóðin eftir.

    Búið að loka tunnunni og þar með hitann og reykinn inni. Þetta þarf að kólna hægt til að galdurinn gerist. Því þarf að bíða til næsta dags.

     

     Morguninn eftir, alltaf mest spennandi skrefið, að opna tunnuna.

     

    Búið að taka allt upp úr tunnunni.

     

    Síðasta skrefið er að að þvo verkin og bóna með bývaxi. Hér eru skálarnar tilbúnar og bónaðar á borðstofuborðinu. 

     

    Og hér komnar í gluggann í galleríinu að Skólavörðustíg 5.