Search

    Kintsugi - Katrín V. Karlsdóttir - Artist of the week 28. August - 4. Sept. 2021

    Kintsugi er aldagömul Japönsk aðferð til að gera við keramik. Sagan segir að keisari einn var ósáttur við ljótleika keramiks sem búið var að gera við og setti því listamönnum fyrir það verkefni að finna upp fallega aðferð. Þeir duttu niður á það ráð að strá dufti úr eðalmálmum í blautt límið sem notað var til að líma brotið keramik saman. Í upphafi var límið unnið úr kvoðu Uhuru trésins sem vex í Asíu, sumir notast við það enn í dag en það tekur mánuði að þorna í sérstökum rakaboxum og er sterkur ofnæmisvaldur. Því hafa nútíma keramikerar farið að nota tveggja þátta epoxy lím í staðinn.

    Þessi aðferð varð svo vinsæl í Japan á sínum tíma að fólk fór að brjóta keramikið sitt af ásettu ráði til að hægt væri að gera við það með Kintsugi. Enn í dag eru þessi verk verðmæt og eftirsótt. 

    Þessi aðferð er dásamlegur kostur fyrir holubrennd verk sem eiga það til að springa eða brotna í hitamismun og hreyfingum hins lifandi elds. Gefur brotnu verki nýtt og spennandi líf. 

    -:-

    Kintsugi is a centuries-old Japanese method of repairing ceramics. Legend has it that a Japanese emperor was dissatisfied with the ugliness of ceramics that had been repaired and therefore set artists the task of inventing a beautiful method. They came up with the idea of ​​sprinkling powder from precious metals into the wet glue used to glue broken ceramics together. Initially, the glue was made from the pulp of the Uhuru tree, which grows in Asia. Some people still use it today, but it takes months to dry in special moisture boxes and is a strong allergen. Therefore, modern ceramicists have started using epoxy glue instead.

    This method became so popular in Japan at the time, that people began to break their ceramics on purpose so that it could be repaired with Kintsugi. Kintsugi repaired ceramics are still very valuable and in demand.

    This method is a wonderful option for pit-fired work since they are at risk to crack or break in the pit temperature because of the heat differences and movements in the pit as the firewood burns down. It gives broken ceramic a new and exciting life.