Gestalistamaður í Kaolin og listamaður vikunnar, 13. -20. nóv.
Kaolin kynnir með stolti gestalistamanninn Höllu Ásgeirsdóttur sem sýnir og selur verk sín í galleríinu frá nóvember 2021 - febrúar 2022.
Halla lærði keramik í Wesleyan Potter og Radcliffe á austurströnd Bandaríkjanna á árunum 1990 - 1993 og hefur starfað ötullega að listinni síðastliðin 25 ár.
Auk þess að reka stúdíó og taka þátt í gallerí rekstri hefur Halla sýnt reglulega verkin sín á einkasýningum og samsýningum bæði hér heima og erlendis.
Halla rekur vinnustofuna Snú snú keramik,til húsa í Súðarvogi 32, gengið inn Kænuvogsmegin, 104 Reykjavík.
-:-
Guest artist in Kaolin and artist of the week 13. - 20. Nov.
Kaolin is pleased to present Halla Ásgeirsdóttir - guest artist in the gallery from November 2021 to February 2022.
She studied ceramics at Wesleyan Potters and Radcliffe during her stay on the east coast of the United States between 1990 and 1993. For the past 25 years she has dedicated her time fully to ceramics, managed her own studio, been part of artist-owned galleries as well as showing her artwork in exhibitions both here in Iceland and abroad.